19. febrúar 2007

Málþing um áhrif skilnaðar á börn

Málþingið Áfram ábyrg - áhrif skilnaðar á börn og leiðir til úrbóta verður haldið í Kirkjulundi í Reykjanesbæ 23. febrúar 2007.

Málþingið Áfram ábyrg - áhrif skilnaðar á börn og leiðir til úrbóta verður haldið í Kirkjulundi í Reykjanesbæ 23. febrúar 2007, kl. 9:30 - 16.

Málþingið er samvinnuverkefni Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar,  Keflavíkurkirkju og Kjalarnessprófastsdæmis. Tilgangur þess er að varpa ljósi á og skapa umræður um vanda þann sem steðjar að börnum í skilnaðarmálum og leita leiða til þess að bregðast við honum.

Skv. tölum Hagstofu Íslands snertir málefnið um 1100 - 1200 börn árlega , þ.e. í kringum 700 barnafjölskyldur á ári. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á og skapa umræður um þann vanda sem steðjar að börnum í skilnaðarmálum og leita leiða til þess að bregðast við honum.

Á málþinginu kemur saman fagfólk sem vinnur með fjölskyldur og börn í þessum aðstæðum og nýjustu rannsóknir verða kynntar. Aðalfyrirlesarar eru þær Erika Beckmann sálfræðingur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu lúthersku kirkjunnar í Marburg í Þýskalandi og dr. Sigrún Júlíusdóttir professor í félagsráðgjöf.

Aðrir fyrirlesarar eru: Thomas Mainz, sálfræðingur og samstarfsmaður Eriku Beckmann; Álfgeir Logi Kristjánsson, aðjúkt við KHÍ og Lýðheilsudeild HR, Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur og starfsmaður  Fjölskylduþjónustu kirkjunnar; Ingibjörg Bjarnadóttir hdl og umsjónarmaður Sáttamiðlunar og Valgerður Halldórsdóttir, kennari og félagsráðgjafi MA og formaður Félags stjúpfjölskyldna.

Pallborðsumræður verða í lok ráðstefnunnar.  Þá flytur Edda Björgvinsdóttir, leikkona, þætti úr leikritinu, Alveg BRILLJANT skilnaður.

Laugardaginn 24. febrúar frá kl. 10-12:30 verða myndaðir vinnuhópar undir stjórn Eriku Beckmann og Thomas Mainz undir yfirskriftinni Úrræði í málefnum skilnaðarbarna.

Dagskrá og skráning hér á síðu Reykjanesbæjar.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica