4. september 2007

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu heimsóttur

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, heimsótti Lögreglustjórann á höfðuborgrarsvæðinu í dag ásamt starfsmönnum embættisins, Önnu Siggu og Auði Kristínu.

Mikilvægt er fyrir umboðsmann barna að kynnast hinum ýmsu samstarfsaðilum sem koma að málefnum barna og unglinga og afla sér upplýsinga um starfsemi ólíkra stofnana og félagasamtaka.

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, heimsótti Lögreglustjórann á höfðuborgrarsvæðinu í dag ásamt starfsmönnum embættisins, Önnu Siggu og Auði Kristínu.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri og Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri tóku vel á móti þeim og kynntu starfsemi lögreglustjóraembættisins. Eiður Haralds Eiðsson og Ólafur G. Emilsson kynntu starfsemi Forvarnadeildarinnar og Björgvin Björgvinsson ræddi um kynferðisbrotamál. Einnig voru húsakynni embættisins skoðuð.

Á fundinum var farið yfir ýmis málefni er varða börn og ungmenni. Umboðsmaður barna væntir góðs samstarfs við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni.

Í heimsókn hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 4.  sept 2007


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica