25. mars 2022

Líflegar samræður milli barna og fullorðinna

Samræður milli barna og fullorðinna var mikilvægur þáttur á barnaþingi sem fram fór með þjóðfundarsniði 4. mars. Forseti Íslands setti fundinn og fulltrúar frjálsra félagasamtaka, sveitarstjórna, stofnana, auk alþingismanna og ráðherra mættu seinna á barnaþing og áttu fjörugar umræður við þingbörn. 

Mikilvægur þáttur barnaþingsins sem haldið var í Hörpu dagana 3. – 4. mars sl. var samræða milli barna og fullorðinna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands setti þingfundinn að morgni 4. mars sem fór fram með þjóðfundarsniði. Dagurinn hófst á því að börnin ræddu sín á milli um mikilvæg málefni á borðum eftir málaflokkum og komust að sameiginlegri niðurstöðu um áhersluatriði borðsins. Sér þjálfaðir borðstjórar voru á hverju borði sem aðstoðuðu börnin við að koma hugmyndum sínum á framfæri og finna áherslupunkt sem þau vildu ræða sérstaklega við ráðamenn um.

Barnathing_2022-71

Eftir hádegi var fullorðnum aðilum boðið að taka þátt í umræðu við börnin um málefnin sem þau höfðu valið að ræða. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru líflegar umræður á borðunum þar sem mættu fulltrúar frjálsra félagasamtaka, sveitastjórna, stofnana, auk alþingismanna og ráðherra, þar sem einkum var rætt um umhverfismál, mannréttindi og skólamál. Börnin kynntu hugmyndir sínar og áhersluatriði og fullorðnir síðan átti sér stað milliliðalaust samtal við börn um það sem skiptir þau máli og sköpuðust heitar og skemmtilegar umræður á mörgum borðum. 

mynd frá barnaþingi

mynd frá barnaþingi

Einkunnarorð barnaþings voru virðing, jákvæðni og hafa gaman sem börnin höfðu sjálf komið sér saman um og hægt er að fullyrða að þeim hafi verið haldið vel á lofti hjá börnum sem og fullorðnum á þinginu.

Einkunnarorð barnaþings voru virðing, jákvæðni og hafa gaman

Mynd frá barnaþingi

Mynd frá barnaþingi

Umboðsmaður barna þakkar kærlega öllum þeim sem mættu á þingið fyrir þátttökuna og vinnur nú að því að taka saman og vinna úr niðurstöðum þingsins sem verða síðan kynntar fyrir ríkisstjórninni.

mynd frá barnaþingi

Mynd frá barnaþingi

Mynd frá barnaþingi

Mynd frá barnaþingi

myndir frá barnaþingi

Mynd frá barnaþingi

Mynd frá barnaþingi

Mynd frá barnaþingi

Mynd frá barnaþingi



Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica