29. nóvember 2010

Leiðir til að virkja börn til þátttöku - Rit á íslensku

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var 20 ára á síðasta ári. Af því tilefni voru teknar saman 23 greinar um leiðir til að virkja börn til þátttöku í norrænu ríkjunum fimm og á sjálfstjórnarsvæðunum Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Nú er búið að þýða ritið á íslensku og fleiri tungumál.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var 20 ára á síðasta ári. Af því tilefni voru teknar saman 23 greinar um leiðir til að virkja börn til þátttöku í norrænu ríkjunum fimm og á sjálfstjórnarsvæðunum Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

Greinarnar ná yfir vítt svið og lýsa líkönum fyrir þátttöku barna og unglinga í mikilvægum þáttum daglegs lífs: í leik- og grunnskóla, í menningarstarfi og nærumhverfinu sem og aðkomu þeirra að pólitískum ákvörðunum. Þá er sagt frá félagslegri virkni barna og unglinga sem búa að reynslu sem skjólstæðingar félagsþjónustunnar. Mikilvægt markmið er að þessi dæmi nýtist sem hvatning og verkfæri í starfi með æskufólki.

Norska félagsvísindastofnunin (NOVA) setti skýrsluna saman að beiðni barna- og ungmennanefndar Norrænu ráðherranefndarinnar (NORDBUK).

Nú er búið að þýða ritið á íslensku og fleiri tungumál:


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica