18. mars 2010

Kynning á embættinu

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra grunnskóla landsins, sveitarfélaga (þ.e. ungmennaráða og þeirra sem starfa með börnum og unglingum) og ýmissa samtaka sem vinna með börnum. Í skeytinu er m.a. boðið upp á kynningu fyrir hópa.

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra grunnskóla landsins, sveitarfélaga (þ.e. ungmennaráða og þeirra sem starfa með börnum og unglingum) og ýmissa samtaka sem vinna með börnum. Í skeytinu segir m.a:

Hvað gerir umboðsmaður barna?
Umboðsmaður barna er opinber talsmaður fyrir öll börn á Íslandi. Hlutverk hans er að vinna að því að bæta hag barna og unglinga og sjá til þess að tekið sé tillit til réttinda þeirra og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Umboðsmaður barna leiðbeinir öllum sem til hans leita um mál sem varða réttindi barna með einum eða öðrum hætti. Umboðsmaður barna vill vita hvað börn eru að hugsa, hvernig þeim líður og hvað þeim finnst um ýmsa hluti sem snerta þau og umhverfi þeirra.

Kynning fyrir hópa
Þeir sem hafa áhuga á að fá kynningu á embætti umboðsmanns barna eða ræða við hann um réttindamál barna og unglinga geta óskað eftir því að umboðsmaður komi á staðinn og haldi erindi og/eða taki þátt í umræðum. Einnig er öllum velkomið að koma á skrifstofu embættisins að Laugavegi 13. Þeir sem vilja fá kynningu frá umboðsmanni eru beðnir um að hafa samband með því að senda tölvupóst á ub@barn.is eða hringja í síma 800-5999.

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna
Hjá umboðsmanni barna starfar sérstakur ráðgjafarhópur, sem er hópur ungmenna á aldrinum 13 til 17 ára. Hópurinn hefur það hlutverk að vera ráðgefandi aðili fyrir umboðsmann barna um þau málefni sem brenna á börnum og ungmennum í samfélaginu. Umboðsmaður barna óskar eftir fleiri meðlimum í ráðgjafarhópinn, en hann fundar að jafnaði einu sinni í mánuði á skrifstofu embættisins. Endilega komið skilaboðunum áfram og bendið áhugasömum á að senda umsókn á ub@barn.is eða hringja í síma 800-5999.

Ef aðrir hafa áhuga á að fá kynningu á embætti umboðsmanns eða vilja ræða ákveðin málefni sem varða réttinda- og hagsmunamál barna er öllum velkomið að bóka tíma í s. 800 5999. Umboðsmaður barna vill gjarnan heimsækja börn víðs vegar um landið en þá er mikilvægt að nýta ferðina vel og ná nokkrum fundum á sama svæði í leiðinni.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica