Krakkakosningar 2024
Krakkakosningar fara fram í sjötta sinn og nú í tengslum við forsetakosningarnar sem verða þann 1. júní nk.
Krakkakosningarnar eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna og KrakkaRÚV. Með Krakkakosningum er börnum gefið tækifæri á að láta í ljós skoðanir sínar á frambjóðendum og er það í samræmi við það sem m.a. kemur fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um rétttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013 þar sem segir að börn eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið.
Framkvæmd Krakkakosninga er með svipuðum hætti og áður og eru í höndum hvers skóla, bekkjar eða bekkjardeildar. Upplýsingabréf hefur verið sent á alla grunnskóla landsins en áhugasamir kennarar geta haft samband við skrifstofu umboðsmanns barna fyrir frekari upplýsingar.
Upplýsingavefur um Krakkakosningar!
Niðurstöður kosninganna verða tilkynntar í upphafi kosningasjónvarps RUV að kvöldi kosningadags.