14. júní 2010

Könnun á líðan barna í skóla og heima - Kynning á niðurstöðum

Miðvikudaginn 16. júní  kl. 14 mun umboðsmaður barna kynna niðurstöður könnunar á líðan barna sem framkvæmd var í febrúar á þessu ári. 

Miðvikudaginn 16. júní  kl. 14 mun umboðsmaður barna kynna niðurstöður könnunar á líðan barna sem framkvæmd var í febrúar á þessu ári. 

Um 1350 nemendur í 5. -7. bekk grunnskóla landsins svöruðu könnuninni. Hópurinn skiptist þannig að um 67% þátttakenda er á höfuðborgarsvæðinu en 33% á landsbyggðinni.

Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd aðstoðaði við gerð spurningalistanna en Rannsóknir og greining sáu um að vinna niðurstöðurnar. Könnunin er að hluta til samanburðarhæf við könnun sem umboðsmaður barna lagði fyrir sama aldurshóp árið 2003.

Samanburður gefur til kynna að börnum líður almennt betur nú en árið 2003. Þó eru vísbendingar um að ákveðnum hluta nemenda líður illa og finnur til óöryggis.

Það sem veldur umboðsmanni barna m.a. áhyggjum er hlutfall þeirra nemenda sem upplifa sig ekki örugg í skólanum, hvort sem spurt er um skólalóðina eða kennslustofuna.

Í könnuninni svöruðu nemendur m.a. spurningum um almenna líðan, áhyggjur af framtíðinni, samveru fjölskyldu, áhyggjur foreldra, traust til foreldra, einmanaleika, tilhlökkun, vinaleysi og líkamlega kvilla. Hvað varðar skólann voru nemendur spurðir hvort þeir hafi verið beittir ofbeldi, skildir útundan og hvort þeim hafi liðið illa vegna framkomu annarra krakka. Þá voru nemendur spurðir um vinnufrið í skólastofunni, framkomu samnemenda og kennara, stríðni, baktal og slagsmál.

Kynningin fer fram á skrifstofu umboðsmanns barna að Laugavegi 13, 2. h. (inngangur frá Smiðjustíg) miðvikudaginn 16. júní kl. 14.

Umboðsmaður barna vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta og fá upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar og gildi þeirra fyrir þá sem vinna að málefnum barna.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica