8. júní 2010

Íslensku menntaverðlaunin

Forseti veitti íslensku menntaverðlaunin í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi en þau eru bundin við grunnskólastarfið og eru veitt í fjórum flokkum.

Í frétt á vefsíðu forseta Íslands segir frá íslensku menntaverðlaununum sem veitt voru í dag, 8. júní 2010 :

Forseti veitti íslensku menntaverðlaunin í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi en þau eru bundin við grunnskólastarfið og eru veitt í fjórum flokkum:

Í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi hlaut verðlaunin Lækjarskóli í Hafnarfirði.

 Í flokki kennara sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt skarað framúr hlaut verðlaunin Ragnheiður Hermannsdóttir kennari í Háteigsskóla, áður Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Íslands.

Í flokki ungra kennara sem í upphafi kennsluferils hafa sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt hlaut verðlaunin Linda Heiðarsdóttir kennari í Laugalækjarskóla í Reykjavík.

Í flokki höfunda námsefnis sem stuðlað hafa að nýjungum í skólastarfi hlaut verðlaunin Iðunn Steinsdóttir rithöfundur.

Tekið af www.forseti.is 8. júní 2010.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica