14. maí 2019

Ísland í fyrsta sæti meðal aðildarríkja Barnasáttmálans

Frjálsu félagasamtökin KidsRights eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð barna um allan heim og vinna að því að réttindi þeirra séu virt. Markmið samtakanna er að skapa heim þar sem öll börn njóta réttinda sinna og fá tækifæri til að rækta hæfileika sína á eigin forsendum. Samtökin líta jafnframt á börn sem breytingarafl og vilja skapa þeim tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar og stuðla þannig að breytingum.

Á hverju ári birta samtökin Barnaréttarstuðulinn eða KidsRigths Index sem er mælikvarði á það hvernig aðildarríki Barnasáttmálans virða réttindi barna. Á árinu 2019 eru birtar tölur frá 181 landi og er Ísland þar í fyrsta sæti. Árið 2018 var Ísland í öðru sæti á eftir Noregi en árið 2017 var Ísland í fjórða sæti.

Skýrslan byggir á tilmælum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til aðildarríkja Barnasáttmálans, upplýsingum frá UNICEF og UNEP. Þá byggja niðurstöður skýrslunnar á 20 mælikvörðum um líf, heilsu, vernd, menntun og umhverfi réttinda barna.

Skýrsluna má nálgast hér. 

 

Kidsrightsindex2019


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica