8. nóvember 2010

Hulduheimar - Myndband um einelti

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðu myndbandi um einelti sem var útbúið fyrir nemendur grunnskóla til að vekja þá til umhugsunar og vekja hjá þeim samkennd og kærleik fyrir náunganum. Myndbandið var sérstaklega gert til að sýna nemendum hinar ýmsu birtingarmyndir eineltis, fá þá til að ræða og íhuga efni myndbandsins og til að vekja nemendur til umhugsunar um alvarleika eineltis og hræðilegar afleiðingar þess.

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðu myndbandi um einelti sem var útbúið fyrir nemendur grunnskóla til að vekja þá til umhugsunar og vekja hjá þeim samkennd og kærleik fyrir náunganum. Myndbandið var sérstaklega gert til að sýna nemendum hinar ýmsu birtingarmyndir eineltis, fá þá til að ræða og íhuga efni myndbandsins og til að vekja nemendur til umhugsunar um alvarleika eineltis og hræðilegar afleiðingar þess. 

Myndbandið er á Youtube og heitir Hulduheimar en undir kynningarefninu hljómar samnefnt lag sem fjallar um barn sem lagt er í einelti.

Smellið hér til að skoða.

Lagið var samið fyrir ári síðan af Baldri Ketilssyni, textann samdi Magnús Þór, Pálmi Sigurhjartar á píanó, Haffi Tempó á bassa, Sigurvald Ívar Helgason  á trommur, Kristín Sigurjónsdóttir og Fríða Teitsdóttir  á fiðlur, Hulda Gestsdóttir söngur.  Lagið var tekið upp í studio Sýrland í febrúar 2010.

Lagið heitir Hulduheimar og fjallar um barn  sem fer glöð og kát í skólann sinn 6 ára, erfiðleikar byrja að herja á, barnið verður fyrir einelti  og persóna barnsins breytist, barnið einangrast og fjarlægist foreldrum sínum, barninu líður það illa að það þolir ekki við í veruleika sínum, eini öruggi staðurinn er Hulduheimar, draumaheimar barns þar sem ekkert getur skaðað það.

Myndbandið er unnið af Guðlaugu Finnsdóttir sem er umsjónarkennari 4.-5. bekkjar í Grunnskólanum í Sandgerði og er verkefnisstjóri Olweusarverkefnisins í skólanum.

Í myndbandinu er kastað fram spurningum eins og: ,,Hvað er einelti?  Hvar á það sér stað? Hvernig líður þeim sem verður fyrir einelti?  Hvað get ég gert?".  Einelti er niðurlægjandi áreiti eða ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, sem er stýrt af einstaklingi eða hópi og beinist að einstaklingi sem ekki tekst að verja sig.  Í myndbandinu má sjá ýmsar birtingarmyndir eineltis. Einelti er þegar einstaklingur er beittur ofbeldi með höggum, spörkum, blótsyrðum, niðurlægjandi og háðslegum athugasemdum eða hótunum.  Einelti er líka þegar einstaklingur er útilokaður frá félagahópnum, verður fyrir illu umtali eða þegar aðrir koma í veg fyrir að einstaklingur eignist vini.  Góð umræða og markviss fræðsla er lykilatriði í vinnunni gegn einelti.  Myndbandið var sérstaklega gert til að sýna nemendum hinar ýmsu birtingarmyndir eineltis, fá þá til að ræða og íhuga efni myndbandsins og til að vekja nemendur til umhugsunar um alvarleika eineltis og hræðilegar afleiðingar þess.  Myndbandið hjálpar vonandi nemendum að gera sér í hugarlund hvernig það væri ef skólagangan einkenndist af stöðugum ótta, óöryggi og slæmri sjálfsmynd.  Sumir þolendur hafa það brotna sjálfsmynd að þeim finnst sjálfsvíg vera eina færa lausnin úr ógöngunum.  Í lok myndbandsins eru nokkrum grundvallarreglum sem nemendum í Olweusarskólum er gert að tileinka sér kastað fram: ,, Við leggjum ekki aðra í einelti, við aðstoðum þá sem verða fyrir einelti, við eigum að vera með nemendum sem auðveldlega verða einir".  Eineltisvandinn varðar innstu gildi og lýðræðisleg réttindi okkar allra.  Hvert einasta barn hefur sinn lýðræðislega rétt til að búa við öryggi og komast hjá ofbeldi og niðurlægjandi framkomu. Ekkert barn á að þurfa að lifa í ótta í skólanum vegna eineltis og engir foreldrar eiga að þurfa að hafa áhyggjur af því að barnið þeirra sé lagt í einelti. Guðlaug bjó myndbandið til til að sýna nemendum í þeirri von að það myndi hjálpa til við að vekja þá til umhugsunar og vekja hjá þeim samkennd og kærleik fyrir náunganum.  Myndir segja oft meira en þúsund orð.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica