Heimsókn til forseta Íslands
Fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna heimsóttu, ásamt starfsfólki umboðsmanns barna, Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, þann 4. desember síðastliðinn.
Ráðgjafarhópurinn afhenti forseta niðurstöður Barnaþings um notkun síma og samfélagsmiðla en á þinginu fór fram sérstök umræða um það. Á komandi vikum verður unnið enn frekar úr niðurstöðum þingsins og mun nánari umfjöllun um sjónarmið barnanna um símanotkun og samfélagsmiðla birtast í skýrslu með niðurstöðum þingsins.
Helstu niðurstöður barnaþingmanna eru eftirfarandi:
- Foreldrar eiga að vera góðar fyrirmyndir.
- Engir símar við matarborðið.
- Skýrar reglur um notkun síma í skólum.
- 15 ára aldurstakmark á samfélagsmiðla.
- Tölum meira saman og verum minna í símanum.
- Komum vel fram við aðra í samskiptum á netinu.
- Verum meðvituð um öruggi okkar og annarra á netinu.
Þá áttu fulltrúar ráðgjafarhópsins góðan fund með forseta þar sem símamál, gervigreind, félagsleg tengsl og réttindi barna voru rædd.
Umboðsmaður barna þakkar forseta Íslands fyrir hlýjar mótttökur og ánægjulega heimsókn á Bessastaði.



