1. apríl 2022

Heimsókn í Reykjanesbæ

I gær, þann 30. mars, fór umboðsmaður barna fór í afar skemmtilega og fróðlega heimsókn í Reykjanesbæ þar sem hann og starfsfólk embættisins kynnti sér ýmsa starfsemi sem snýr að börnum í sveitarfélaginu. 

Markmið heimsóknarinnar var meðal annars að hitta þá sem vinna að málefnum barna hjá sveitarfélaginu og kynna sér þá starfsemi sem fram fer í sveitarfélaginu og lýtur að börnum. 

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri tók á móti starfsfólki embættisins í ráðhúsi Reykjanesbæjar þar sem kynningar á starfsemi barnaverndarnefndar og teymi alþjóðlegrar verndar. Því næst voru Stapaskóli, Háaleitisskóli, tónlistarskólinn og leikskólinn Tjarnarsel heimsóttir auk þess sem kynning var á starfsemi 88 hússins sem er ungmennahús staðarins. 

Einnig fékk starfsfólk kynningu á nýrri menntastefnu Reykjanesbæjar til ársins 2030 og á starfi Reykjanesbæjars sem barnvænt sveitarfélag. 

Umboðsmaður barna þakkar kærlega fyrir góðar móttökur en heimsóknin er liður í að efla tengsl embættisins við þá sem starfa að málefnum barna um allt land. 

Hlutverk umboðsmanns barna er að efla þátttöku barna í samfélaginu og vinna að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna þeirra á öllum sviðum.

Fólk í skólastofu

Maður með kynningu

stigi niður og tré

Heimsókn í tónlistarskóla


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica