12. febrúar 2021

Heimsókn í Kerhólsskóla

Umboðsmaður barna heimsótti nokkra nemendur í Kerhólsskóla og fræddi þau meðal annars um Barnasáttmálann og embættið.

 

Salvör Nordal, umboðsmaður barna heimsótti Kerhólsskóla í Grímsnes og Grafningshreppi miðvikudaginn 10. febrúar sl. Þar hitti hún Frístundaklúbbinn sem er skipaður nemendum í 5. - 7. bekk. Salvöru var vel tekið og fékk fjölmargar og fjölbreyttar spurningar en hún fræddi nemendurnar meðal annars um Barnasáttmálann og um embættið. 

Í Kerhólsskóla eru alls 70 nemendur með leikskóladeildinni. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica