27. febrúar 2009

Heimsdagur barna í fjölmiðlum

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mælist til þes að fjölmiðlar helgi 1. mars röddum barna og ungmenna. Sem dæmi má nefna að Rás 1 verður með fjölbreytta dagskrá 1. mars sem hefst kl. 08.05 á Ársól, ljóð og bernska og í framhaldinu eru ýmsir fleiri þættir þar sem raddir barna koma fram.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mælist til þess að fjölmiðlar helgi 1. mars röddum barna og ungmenna. Sem dæmi má nefna að Rás 1 verður með fjölbreytta dagskrá 1. mars sem hefst kl. 08.05 á Ársól, ljóð og bernska og í framhaldinu eru ýmsir fleiri þættir þar sem raddir barna koma fram.

Í tengslum við raddir barna og ungmenna í fjölmiðlum hefur Barnahjálp, Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) ákveðið að bjóða upp á fréttaritaraþjálfun fyrir ungt fólk í mars og apríl 2009. Haldnar verða þriggja daga vinnusmiðjur þar sem ungt fólk lærir að vinna í fjölmiðlum og búa til fréttir og annað efni sem svo verður flutt eða birt í fjölmiðlum. Þjálfunin er haldin í samstarfi við RÚV og Morgunblaðið/www.mbl.is. Þær eru opnar öllum nemendum í 8., 9. og 10. bekk og verða haldnar á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og í Reykjavík. Hámarksfjöldi þátttakenda er 30. Ekkert þátttökugjald.

Nánar upplýsingar um fréttaritaraþjálfun unga fólksins er að finna á heimasíðu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica