20. febrúar 2007

Heimsdagur barna

Laugardaginn 24. febrúar kl. 13-18 verður HEIMSDAGUR BARNA haldinn hátíðlegur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi.

Allar heimsálfur á einum stað!

Laugardaginn 24. febrúar kl. 13-18 verður HEIMSDAGUR BARNA haldinn hátíðlegur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi.

***********

Hvernig hljómar Didgeridoo og hvaðan er það upprunnið?
Hvað eiga rapp og rímur sameiginlegt?
Hvernig skylmast alvöru víkingar?
Kanntu að dansa í anda Bollywood-myndanna?
Langar þig að læra að breyta melónu í listilega borðskreytingu?
Viltu fræðast um mörgæsirnar á Suðurskautslandinu?
Kanntu að skrifa nafnið þitt á arabísku?
Hvað er Krump?

************

Svörin við þessum forvitnilegu spurningum finnur þú á Heimsdegi barna sem haldinn er nú í þriðja sinn á Vetrarhátíð.  Húsin opna kl. 13:00 og kl. 13:30 hefst fjörleg opnunardagskrá í samkomusal Gerðubergs.

Á Heimsdeginum fá börn og unglingar einstakt tækifæri til að komast í kynni við framandi menningu frá öllum heimsálfum í hinum ýmsu listasmiðjum sem verða opnar frá 14:00-17:00 og á milli 17:00 og 18:00 verður sannkölluð karnivalstemning þegar við fáum að sjá afraksturinn úr smiðjunum í samkomusalnum. Auk smiðjanna verða ýmsar uppákomur í anddyri Gerðubergs og eitthvað að gerast í hverju einasta skúmaskoti!

Heimsdagur barna er samstarfsverkefni Vetrarhátíðar, Alþjóðahússins, Kramhússins, Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og félagsmiðstöðvarinnar Miðbergs.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica