16. maí 2006

Háskóli unga fólksins

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á góðu framtaki Háskóla Íslands; Háskóla unga fólksins.  Í eina viku í júnímánuði, dagana 12.-16. júní 2006, verður Háskóla Íslands breytt í Háskóla unga fólksins.

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á góðu framtaki Háskóla Íslands; Háskóla unga fólksins.  Í eina viku í júnímánuði, dagana 12.-16. júní 2006, verður Háskóla Íslands breytt í Háskóla unga fólksins. Unglingum fæddum 1990-94 býðst þá að sækja fjölda stuttra námskeiða þar sem kennarar úr hópi starfsmanna Háskóla Íslands fjalla um heima og geima.

Skráning og upplýsingar um starf skólans og námskeiðin eru á heimasíðu Háskóla unga fólksins.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica