22. mars 2010

Handbók um mataræði í framhaldsskólum

Handbók um mataræði í framhaldsskólum er komin út á vegum Lýðheilsustöðvar. Handbókin er gefin út í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli og er ætluð sem stuðningur við skólann í vinnu sinni við að stuðla að hollu mataræði nemenda og starfsfólks.

Handbók um mataræði í framhaldsskólum er komin út á vegum Lýðheilsustöðvar. Handbókin er gefin út í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli og er ætluð sem stuðningur við skólann í vinnu sinni við að stuðla að hollu mataræði nemenda og starfsfólks.

Í handbókinni er hugmyndafræði heilsueflandi framhaldsskóla kynnt stuttlega, en þar er m.a. lögð áhersla á heildræna stefnu á sviði næringar. Einnig eru í handbókinni heilsuskilaboð til nemenda. Megináhersla handbókarinnar er þó á matarframboð í framhaldsskólum, hvort heldur í mötuneyti eða sjoppu, sé hún til staðar, og tillögur eru að uppröðun vara. Einnig er sérstaklega fjallað um hádegisverð með tilliti til hráefnavals. Um er að ræða hagnýtar ábendingar fyrir starfsfólk um matarframboð, hollustu, matreiðslu, matseðlagerð, hreinlæti og innkaup. Auk þess er í handbókinni tillaga að sex vikna matseðli ásamt uppskriftum af fjölda rétta.

Skólaþing Lýðheilsustöðvar
Á vegum Lýðheilsustöðvar og fleiri er unnið að því að kynna heilsueflandi skólastarf í framhaldsskólum landsins og er handbókin liður í því starfi. Á Skólaþingi Lýðheilsustöðvar, 9. apríl næstkomandi, verður það starf kynnt sem og handbókin. Gert er ráð fyrir að nokkrir framhaldsskólar muni á næsta skólaári hefja sitt formlega heilsueflandi starf og þeim gefst kostur á að fá næringarfræðing frá Lýðheilsustöð til að koma í skólann með sérstaka kynningu á handbókinni og fræðsluerindi.

Umsjón með heilsueflandi framhaldsskólastarfi er í höndum Héðins Björnssonar, verkefnisstjóra fræðslumála, en Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir, verkefnisstjórar næringar, höfðu umsjón með útgáfu handbókarinnar.

Panta má handbókina á heimasíðu Lýðheilsustöðvar.

Tekið af vef Lýðheilsustöðvar 22. mars 2010


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica