12. október 2009

Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn geð- og hegðunarerfiðleikum ungmenna

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðum pistli um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn geð- og hegðunarerfiðleikum ungmenna sem Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur skrifaði nýlega í Vefrit Sálfræðingafélags Íslands

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðum pistli um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn geð- og hegðunarerfiðleikum ungmenna sem Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur skrifaði nýlega í Vefrit Sálfræðingafélags Íslands.

Gyða Haraldsdóttir er sviðstjóri Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í pistlinum fjallar hún um fjölþætt úrræði til að efla sálfræðilega og tilfinningalega velferð barna og unglinga og nauðsyn þess að bera kennsl á líffræðilega, sálfræðilega og félagslega áhættuþætti sem auka líkurnar á að börn þrói hegðunar- eða geðræna erfiðleika. Að lokum segir Gyða:

Nauðsynlegt er að stjórnvöld marki heildræna stefnu sem setur forvarnir fyrir börn og fjölskyldur í algeran forgang í heilbrigðiskerfinu þannig að slíkar forvarnir séu innbyggðar i þau úrræði sem samfélagið býður upp á, bæði á landsvísu og staðbundið.
Stjórnvöld þurfa að þróa stefnu þvert á ráðuneyti, sem setur sértæk forvarnamarkmið, beinir hinum ýmsu stofnunum að þessum markmiðum og veitir ríki og staðbundnum aðilum leiðsögn.

Smellið r til að lesa pistilinn „Enn um að byrgja brunninn" í Vefriti Sálfræðingafélags Íslands.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica