20. október 2022

Fylgd barna úr frístundaheimilum á íþróttaæfingar

Embættið hefur sent bréf til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar varðandi öryggi barna þegar þau fara frá frístundaheimilum í íþróttir eða aðrar tómstundir.

Í bréfinu kemur meðal annars fram að framkvæmd um fylgd barna á íþróttaæfingar eða aðrar tómstundir sé mismunandi milli hverfa og hafa foreldrar m.a. lýst óánæglu sinni með þá fylgd sem í boði er fyrir börn í 1. og 2. bekk. 

Samkvæmt stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030 átti að endurskoða öruggar og vistvænar leiðir varðandi frístundaakstur og fylgdarmenn barna og átti þeirri vinnu að ljúka 1. apríl 2021. Umboðsmaður barna óskar því eftir upplýsingum frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur um það, hvort þeirri vinnu sé lokið, og ef svo er hverjar voru niðurstöðurnar. Einnig óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort gefin hafi verið út fyrirmæli eða leiðbeiningar til íþróttafélaga varðandi fylgd barna og hvort framkvæmd hennar sé sambærileg milli íþróttafélaga og hverfa. 

Ítarefni: 

Uppfært 18.10.2023

Enn hefur ekkert svar borist embættinu. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica