Fundur umboðsmanns barna með dómsmálaráðherra
Umboðsmaður barna átti fund með dómsmálaráðherra fimmtudaginn 21. ágúst sl.
Umboðsmaður barna og dómsmálaráðherra áttu góðan fund síðastliðinn fimmtudag á skrifstofu embættisins.
Á fundinum kynnti umboðsmaður barna helstu áherslu og verkefni embættisins, auk þess sem farið var yfir helstu niðurstöður skýrslu embættisins um barnvæna réttarvörslu sem gefin var út í lok mars á þessu ári.
Markmiðið með skýrslunni var að greina og varpa ljósi á stöðuna hér á landi og setja fram tillögur að úrbótum sem nauðsynlegar eru til að styrkja réttindi barna innan réttarkerfisins.
Við þökkum dómsmálaráðherra fyrir ánægjulegan og gagnlegan fund.