30. maí 2006

Fundur umboðsmanna barna á Norðurlöndum

Norrænir umboðsmenn barna hittast í Reykjavík hinn 1. júní og halda sinn árlega fund.

Umboðsmenn barna á Norðurlöndum, Reidar Hjermann frá Noregi, Lena Nyberg frá Svíþjóð, Maria Kaisa Aula frá Finnlandi, Ingibjörg Rafnar frá Íslandi ásamt Klaus Wilmann formanni Barnaráðsins í Danmörku hittast í Reykjavík hinn 1. júní og halda sinn árlega fund.  Þetta er í þriðja sinn sem slíkur fundur er haldinn hér á landi, en hann hefur verið haldinn til skiptis í höfuðborgum Norðurlanda frá árinu 1995.

Á fundi sínum munu umboðsmennirnir fjalla um þau málefni sem efst eru á baugi hjá hverju embætti um þessar mundir.  Þá verða rædd málefni sem varða aukna tíðni geðraskana meðal barna, börn sem eiga foreldra með geðraskanir, börn fanga, auk þess sem fjallað verður um skýrslutökur af börnum í kynferðisbrotamálum og réttarstöðu þeirra við meðferð mála fyrir dómi.

Fundurinn verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu hinn 1. júní frá kl. 8:30 til kl. 16:30.  Umboðsmennirnir munu svo heimsækja Barnahús og höfuðstöðvar Neyðarlínunnar.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica