2. desember 2015

Fundur með forseta Íslands

Á mánudaginn, 30. nóvember 2015. fundaði ráðgjafarhópur umboðsmanns barna með forseta Íslands. Hópurinn ræddi við forsetann um ýmis málefni sem brenna á börnum og ungmennum í íslensku samfélagi, svo sem mannréttindi, þátttöku og lýðræði og umhverfismál og loftslagsbreytingar

Á mánudaginn, 30. nóvember 2015, fundaði ráðgjafarhópur umboðsmanns barna með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum.  

Ráðgjafarhópurinn fundaði með forsetanum 30. nóvember síðastliðinn. Mætti hópurinn á Bessastaði þar sem einstaklega vel var tekið á móti þeim. Hópurinn kom vel undirbúinn og var hann búinn að setja þrjú málefni á dagskrá sem voru til umræðu og voru þau mannréttindi, lýðræði, áhrif og þátttöku ungs fólks og umhverfis-og loftlagsmál. Hópurinn kom sínum hugðarefnum vel á framfæri og ítreka meðal annars mikilvægi þess að fræða börn um réttindi sín og veita þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á málefni sem varða þau með einum eða öðrum hætti. Forsetinn setti málefnin í sögu-og alþjóðlegt samhengi og svo voru umræður um hvernig forsetinn gæti leiðbeint hópnum frekar til þess að koma málefnum hans á framfæri. Líflegar, áhugaverðar og lærdómsríkar umræður sköpuðust á milli ungmennanna og forsetans í kjölfarið. Hópurinn fékk svo leiðsögn um fornleifakjallarann á Bessastöðum og sömuleiðis um kirkjuna þar.

Ljóst er að hópurinn hefur mörg mikilvæg verkefni á sinni könnu en það allra mikilvægasta er að skapa boðleið á milli barna og ungmenna og samfélagsins þar sem raddir þeirra eru bæði marktækar og eftirsóttar þegar verið er að taka ákvarðanir sem snúa að málefnum þeirra. 

Fundurinn var afar ánægjulegur fyrir alla aðila og þakkar umboðsmaður barna fyrir góðar móttökur. 

Fundur með forseta nov 2015 1


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica