8. mars 2024

Fundur með börnum frá Grindavík

Fundur umboðsmanns barna með börnum frá Grindavík fór fram í Laugardalshöll í gær, fimmtudag 7. mars.

Markmið fundarins var að gefa börnunum tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri  og fá þeirra hugmyndir um það hvernig stjórnvöld geta staðið betur vörð um þeirra réttindi. 

Öllum börnum frá Grindavík var boðið að koma á fundinn og mættu rúmlega 300 börn í Laugardalshöll til að ræða sín málefni. Fundurinn var á forsendum barnanna og réðu þau sjálf hvaða málefni voru rædd og unnu saman að skilaboðum til ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom í lok fundarins, tók við skilaboðum frá börnunum og svaraði spurningum þeirra. Í hléinu komu Gunnar og Felix fram og skemmtu börnunum við góðar undirtektir.

Umboðsmaður barna vill koma sérstöku þakklæti til allra þeirra barna sem tóku þátt á fundinum.

Fundurinn var haldinn í samvinnu við bæjaryfirvöld Grindavíkur og þakkar umboðsmaður öllu því starfsfólki, kennurum, skólastjórnendum og öðrum sem að fundinum komu kærlega fyrir sitt innlegg. 

Embætti umboðsmanns barna mun nú á næstu dögum taka saman helstu niðurstöður fundarins og koma áleiðis til ríkisstjórnarinnar. 

Dæmi um spurningar og skilaboð frá börnum...

  • Að allir fái hjálp við að fá gott heimili og að allir hafi peninga til að geta keypt mat.

  • Leyfa okkur að fara í íþróttahús og æfa okkur útaf því við æfum svo sjaldan.

  • Hjálpa unglingum að finna vinnu í sumar.

  • Leikjanámskeið fyrir Grindavíkurbörn í sumar.

  • Hjálpa okkur svo við getum hitt vini okkar oftar

  • Verður hægt að búa aftur í Grindavík?


Myndir: Blik Studíó

fundur barna frá Grindavík

fundur barna frá Grindavík

fundur barna frá Grindavík

fundur barna frá Grindavík

fundur barna frá Grindavík

fundur barna frá Grindavík

fundur barna frá Grindavík


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica