13. ágúst 2012

Frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð (heildarlög), 765. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð (heildarlög), 765. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 10. maí 2012.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð (heildarlög), 765. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 10. maí 2012.

Skoða frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð (heildarlög), 765. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Allsherjar- og menntamálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík


Reykjavík, 10. maí 2012
 UB: 1205/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga  um vinnustaðanámssjóð (heildarlög), 765. mál.

Vísað er til tölvupósts frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dagsett 15. maí 2012, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Í frumvarpinu er ætlað að veita styrki til fyrirtækja og stofnanna vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem skilgreint er sem hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla. Málefni ungmenna í framhaldsskólum landsins hefur verið umboðsmanni barna mjög hugleikið og hefur hann oft og iðulega vakið athygli á þeim og þá ekki síst brottfalli úr framhaldsskólum sem er eitt það mesta innan OECD landanna. Má m.a. vísa í meðfylgjandi umsögn málinu til stuðnings. Aðgerðir sem miða að því að minnka brottfall nemanda ber að fagna. Umboðsmaður vill þó  lýsa áhyggjum sínum yfir niðurskurði sem framhaldsskólarnir hafa orðið fyrir sem hefur áhrif á skólastarfið í heild sinni og ekki síst á þá sem líklegastir eru til að hætta námi. 


Virðingarfyllst,

______________________________
Margrét María Sigurðardóttir


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica