13. ágúst 2012

Frumvarp til laga um fjölmiðla (eignarhald, ábyrgðarmenn o.fl., EES-reglur), 599. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fjölmiðla (eignarhald, ábyrgðarmenn o.fl., EES-reglur), 599. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 7. maí 2012.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fjölmiðla (eignarhald, ábyrgðarmenn o.fl., EES-reglur), 599. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 7. maí 2012.

Skoða frumvarp til laga um fjölmiðla (eignarhald, ábyrgðarmenn o.fl., EES-reglur), 599. mál.
Skoða feril málsins

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík 7. maí 2012
UB: 1205 /4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um fjölmiðla (eignarhald, ábyrgðarmenn o.fl., EES-reglur) 599. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 25. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna, um ofangreint frumvarp. Að gefnu tilefni vill umboðsmaður barna nýta þetta tækifæri til að koma eftirfarandi ábendingu á framfæri:

Umboðsmanni barna hafa borist fjölmörg erindi sem varða netið. Sérstaklega áberandi eru mál sem varða meiðandi myndir og umfjöllun af íslenskum börnum og ungmennum. Lítið virðist hafa vera hægt að gera til að bregðast við þessu. Reynsla embættisins sýnir að þörf er á frekari úrræðum til að bregðast við vandanum. 

Í 4. mgr. 28. gr. fjölmiðlalaganna er fjallað um aðrar fjölmiðlaveitur og þar er væntanlega verið að fjalla m.a. um netið. Umboðsmanni barna þykir miður að skv. g. lið 1. mgr. 54. gr. og h. lið 1. mgr. 56. gr. fjölmiðlalaga er ekki hægt að refsa fyrir brot á 4. mgr. 28. gr. laganna. Umboðsmaður barna telur rétt að þeir sem miðla efni á netinu myndu einnig falla undir 54. og 56. gr. eins og útvarp og sjónvarp enda er netið sá miðill sem börn og unglingar virðast nota mest. Umboðsmaður hvetur allsherjar- og menntamálanefnd að takan ofangreint til skoðunar og stuðla að vernd barna að þessu leyti með öllum tiltækum ráðum.

Virðingarfyllst,

   

___________________________________

Margrét María Sigurðardóttir,

umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica