23. mars 2010

frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (réttur einstæðra mæðra), 163. mál.

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (réttur einstæðra mæðra), 163. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 23. mars 2010.

Skoða frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (réttur einstæðra mæðra), þskj. 181, 163. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmann barna

Nefndasvið Alþingis
Félags- og tryggingamálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 23.  mars 2010 

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum.
 
Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. þann 10. mars 2010, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.
 
Í frumvarpinu er lagt til að einstæðar maður sem eignast barn sem getið er við tæknifrjóvgun og einstæðir foreldrar sem hafa ættleitt barn skuli öðlast rétt til níu mánaða fæðingarorlofs. Slík breyting myndi hafa það í för með sér að börn þessara foreldra gætu notið umönnunar foreldra sinna þremur mánuðum lengur en gert er ráð fyrir í núgildandi lögum.
 
Umboðsmaður barna telur nauðsynlegt að lög um fæðingar- og foreldraorlof endurspegli þann veruleika sem við búum við og viðurkenni mismunandi fjölskyldugerðir. Mikilvægt er að börnum sem eiga aðeins eitt foreldri sé tryggður sami réttur til að njóta umönnunar foreldris eftir fæðingu og öðrum börnum, enda ber aldrei að mismuna börnum eftir stöðu foreldra, sbr. 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Umboðsmaður barna fagnar því ofangreindu frumvarpi.


 Virðingarfyllst,
 
 
______________________________
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica