5. maí 2006

Frumvarp til laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikvmyndum og tölvuleikjum, mál nr. 695.

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikvmyndum og tölvuleikjum, mál nr. 695.   Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi, dagsettu 5. maí 2006.

Skoða Frumvarp til laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikvmyndum og tölvuleikjum, mál nr. 695.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8 - 10,
150 Reykjavík

Reykjavík, 5. maí 2006
Tilvísun: UB 0605/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikvmyndum og tölvuleikjum, mál nr. 695.

Vísað er til bréfs menntamálanefndar Alþingis, dags. 25. apríl 2006, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Undirrituð er almennt meðmælt framkomnu frumvarpi og telur það styrkja eftirlit í reynd frá því sem verið hefur. Sérstaklega verður að telja eftirlit með tölvuleikjum mikið framfaraskref.

Í 1.gr. núgildandi laga um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum nr. 47/1995 er lagt bann við framleiðslu, innflutningi, sýningu, dreifingu og sölu ofbeldiskvikmynda.  Undirrituð telur eðlilegt að færa það ákvæði inn í almenn hegningarlög nr. 19/1940 líkt og hið almenna ákvæði um klám.

Undirrituð styður framkomið frumvarp og væntir þess að það verði samþykkt á hina háa Alþingi. 

Virðingarfyllst,

________________________
Ingibjörg Rafnar


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica