19. desember 2006

Frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum, nr. 53/2000, lögum um prentrétt, nr. 57/1956 og samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum, 58. mál.

Þegar frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum, nr. 53/2000, lögum um prentrétt, nr. 57/1956 og samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum, 58. mál. var til meðferðar hjá menntamálanefnd Alþingis sendi umboðsmaður barna nefndinni bréf til að koma athugasemdum sínum á framfæri.

Skoða frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum, nr. 53/2000, lögum um prentrétt, nr. 57/1956 og samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum, 58. mál.
Skoða feril málsins.

Bréf umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8 - 10,
150 Reykjavík

Reykjavík, 19.desember 2006
Tilvísun: UB 0612/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum, nr. 53/2000, lögum um prentrétt, nr. 57/1956 og samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum, 58. mál.

Þar sem ofangreint frumvarp er nú til meðferðar hjá menntamálanefnd Alþingis vill embætti umboðsmanns barna koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri.

Að mati umboðsmanns barna þarf að taka 14. gr. útvarpslaga nr. 53/2000 um vernd barna gegn óheimilu efni til endurskoðunar.  Þegar frumvarp til útvarpslaga var til umfjöllunar á Alþingi árið 2000 voru gerðar breytingar á 14. gr. þess.  Í nefndaráliti menntamálanefndar sagði að með þeim breytingum væri “fylgt nákvæmar orðalagi tilskipunar 89/552/EBE eins og henni hefur verið breytt með tilskipun 97/36/EB”.  Orðalag tilskipunarinnar var hins vegar ekki tekið upp orðrétt og er 14. gr. því ekki jafn skýr og nauðsynlegt væri.  Úr því þarf að bæta og vill umboðsmaður barna hvetja menntamálanefnd til þess.

Virðingarfyllst,

______________________________
 Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica