23. nóvember 2010

Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með síðari breytingum, 557. mál - Viðbót við umsögn

Hinn 15. nóvember fór umboðsmaður barna á fund Félags- og tryggingamálanefndar til að ræða frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002. Í framhaldi af fundinum sendi umboðsmaður bréf til nefndarinnar, dags. 23. nóvember 2010, þar sem hann lýsir hugmyndum sínum um málefni barna sem brotið hafa af sér.

Hinn 15. nóvember fór umboðsmaður barna á fund Félags- og tryggingamálanefndar til að ræða frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002. Í framhaldi af fundinum sendi umboðsmaður bréf til nefndarinnar, dags. 23. nóvember 2010, þar sem hann lýsir hugmyndum sínum um málefni barna sem brotið hafa af sér.

Skoða fyrri umsögn umboðsmanns barna, dags. 31. maí 2010.
Skoða frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með síðari breytingum, 557. mál.
Skoða feril málsins.

Síðari umsögn umboðsmanns barna

UB:1011/4.1.1

Komið þið sæl

Vísað er til nýlegs fundar umboðsmanns barna með félags- og tryggingamálanefnd þar sem verið var að ræða frumvarp til barnaverndarlaga.

Á fundinum lýsti umboðsmaður barna m.a. yfir áhyggjum sínum á málefnum barna sem eru í  fangelsum. Umboðsmaður hefur heimsótt flest fangelsin á Íslandi á síðustu mánuðum. Heimsóknirnar hafa leitt í ljós að sáralítil samvinna er á milli barnaverndaryfirvalda og fangelsisyfirvalda. Þannig virðist barnaverndarnefnd ekki hafa afskipti af börnum sem eru í fangelsum. Sömuleiðis virðast engin úrræði til staðar fyrir ungmenni þegar þau losna úr fangelsi.

Nefndarmenn báðu umboðsmann að koma með tillögu að því hvar í barnaverndarlögunum væri best að fjalla um þetta málefni.

Í 3. mgr. 20. gr. barnaverndarlaga er fjallað um skyldu fangelsismálayfirvalda og lögreglu til að hafa samstarf við barnaverndarnefndir. Umboðsmaður barna teldi rétt að skerpa á orðalaginu og taka einnig fram að barnaverndarnefnd hafi skyldu til þess að vera í samvinnu við fangelsismálayfirvöld, t.d. í þeim tilvikum sem barn situr í fangelsi. 

Einnig telur umboðsmaður barna rétt að kveðið sé á um upplýsingaskyldu fangelsismálayfirvalda til barnaverndarnefnda í þeim tilvikum sem barn undir 18 ára aldri lýkur afplánun. Í slíkum tilvikum væri æskilegt að mati umboðsmanns barna að fangelsismálayfirvöld og barnavernd myndu vinna saman í að tryggja barni viðeigandi úrræði og hjálpa því að aðlagast samfélaginu á ný.

Loks telur umboðsmaður barna mikilvægt að í lögum um  fullnustu refsinga nr. 47/2005 sé einnig áréttað að samstarf skuli ríkja milli fangelsismálayfirvalda og barnaverndaryfirvalda. 

Með kveðja,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica