15. júní 2023

Fræðsluskylda stjórnvalda

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til mennta- og barnamálaráðherra varðandi fræðsluskyldu stjórnvalda og rétt barna til að hefja nám við hæfi í framhaldsskólum. 

Embættið fær reglulega ábendingar vegna barna á fræðsluskyldualdri sem hefur verið hafnað um nám í framhaldsskóla. Umboðsmaður hefur áður sent til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, fyrst þann 12. október 2017 og einnig þann 3. september 2018. Í þeim bréfum gerir umboðsmaður alvarlegar athugasemdir við að stjórnvöld uppfylli ekki fræðsluskyldu sína gagnvart öllum börnum án mismununar og börnum, m.a. fötluðum börnum, sem óskað hafa eftir að sækja framhaldsskóla sé hafnað um skólavist. Samkvæmt ábendingum sem embættið hefur fengið er þessi staða óbreytt.

Uppfært:


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica