17. maí 2006

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2006 hlutu Ingibjörg Einarsdóttir og Baldur Sigurðsson fyrir frumkvöðlastarf og óeigingjarna vinnu í þágu Stóru upplestrarkeppninnar.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 11. sinn í gær, 16. maí, við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2006 hlutu Ingibjörg Einarsdóttir og Baldur Sigurðsson fyrir frumkvöðlastarf og óeigingjarna vinnu í þágu Stóru upplestrarkeppninnar. Auk Foreldraverðlaunanna sjálfra voru einnig veitt tvenn hvatningarverðlaun og ein dugnaðarforkaverðlaun.  Nánar á www.heimiliogskoli.is.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica