8. desember 2023

Fíasól og umboðsmaður barna

Umboðsmaður barna skipar stórt hlutverk í verkinu "Fíasól gefst aldrei upp" sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. 

Við erum afskaplega stolt yfir því hlutverki sem embættið gegnir í verkinu "Fíasól gefst aldrei upp" þar sem hin knáa Fíasól stofnar björgunarsveit sem berst fyrir réttindum barna og er í beinu sambandi við umboðsmann barna. 

Við ritun bókarinnar leitaði Kristín Helga, höfundur Fíusólar til embættisins þar sem réttindi barna voru til umræðu. Hér á vefsíðunni má einnig finna alls konar spurningar og svör frá börnum og unglingum sem voru margar hverjar hafðar til hliðsjónar í verkinu. 

Sýningar á leikritinu fara nú fram í Borgarleikhúsinu og óskar umboðsmaður barna öllum sem að því koma hjartanlega til hamingju með vel lukkaða sýningu. Fulltrúar í ráðgjafarhóp umboðsmanns barna voru viðstödd lokarennslið fyrir stóra frumsýningardaginn og skemmti sér vel. Við munum fylgjast vel með Fíusól og hennar stórkostlegu afrekum í framtíðinni.

Við viljum fæði, við viljum klæði og húsaskjól. Við viljum næði, við viljum fræði og fleiri jól!

403411454_340198895390868_8289686854297228272_n


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica