12. mars 2007

Fátækt í allsnægtarsamfélagi? - Málþing

Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi um fátækt fimmtudaginn 15. mars kl. 8-10  á Grand Hótel.   Á málþinginu verða flutt áhugaverð erindi um börn, unglinga og fátækt.

Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi um fátækt fimmtudaginn 15. mars 2007 á Grand Hótel.   Á málþinginu verða flutt áhugaverð erindi um börn, unglinga og fátækt.
 
Málþingið ber heitið Fátækt í allsnægtarsamfélagi?
 
Dagskrá:

8:00-8:30 Skráning.

8:30-8:45 Snorri Örn Árnason. Fátækt á Íslandi?
Snorri kynnir niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Snorri Örn er sérfræðingur á greiningarsviði Capacent Gallup.

8.45-9:05 Harpa Njáls. Fátækt kvenna og barna.
Harpa fjallar um hvernig fátækt leiðir til andlegs álags, heilsubrests og óhamingju. Harpa er í doktorsnámi við félagsvísindadeild HÍ.

9:05-9:25 Guðný Hildur Magnúsdóttir. Karlar í vanda.
Guðný fjallar um lagskiptingu í samfélaginu en karlar eru í meirihluta bæði í efsta og neðsta lagi þess. Guðný er félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar.

9:25-9:45 Stefán Hrafn Jónsson. Fátæk börn og heilsusamlegir lífshættir.
Stefán fjallar um heilsu og heilsusamlega lífshætti barna eftir fjárhagsstöðu fjölskyldu þeirra.  Stefán Hrafn starfar á Lýðheilsustöð.

9:45-10:05  Jón Gunnar Bernburg. Fátækt vanlíðan og frávikshegðun íslenskra unglinga.
Jón Gunnar kynnir nýjar niðurstöður úr unglingakönnun sem framkvæmd var árið 2006. Jón Gunnar er lektor við Félagsvísindadeild HÍ.
 
Fundarstjóri: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir dósent við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

Þátttökugjald er 1.500 kr. Innifalið er morgunverðarhlaðborð.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í tölvupósti til: rosa@hugheimar.is


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica