26. mars 2012

Fagráð vegna eineltismála í grunnskólum

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir staðfesti hinn 10. mars 2012 verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í samræmi við reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum. Ráðherra hefur jafnframt skipað þriggja manna fagráð til eins árs.

Vakin er athygli á að mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir staðfesti þann 10. mars 2012 verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í samræmi við reglugerð nr. 1040/2011 um  ábyrgð og skyldur  skólasamfélagsins  í grunnskólum. Ráðherra hefur einnig skipað þriggja manna fagráð til eins árs. Í fagráði eru Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Páll Ólafsson félagsráðgjafi og Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur. Með fagráðinu starfar Árni Guðmundsson, verkefnisstjóri verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum.

Sjá nánar á vefslóðinni: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/6724

Umboðsmaður barna fagnar þessu framfaraskrefi og bindur miklar vonir við að fagráðið muni aðstoða við lausn mála þegar kemur að einelti.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica