8. júní 2010

Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun - Kvikmyndasýning

Í tilefni Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun hefur stýrihópur Evrópuársins í samstarfi við Vesturport ákveðið að sýna myndina Börn eftir Ragnar Bragason í Iðnó þann 10. júní.

Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangru - Linkur á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisinsÍ tilefni Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun hefur stýrihópur Evrópuársins í samstarfi við Vesturport ákveðið að sýna myndina Börn eftir Ragnar Bragason í Iðnó þann 10. júní.

Í myndinni er fjallað um nokkra einstaklinga sem allir glíma við tilvistarvanda. Karítas, einstæð móðir fjögurra barna, á erfitt með að láta enda ná saman og er á barmi örvæntingar. Guðmundur elsti sonur hennar hefur orðið fyrir einelti í skóla og er vinafár. Maríno, nágranni Karítasar, er misþroska geðklofasjúklingur sem býr hjá móður sinni. Hann hættir að taka geðlyfin sín þegar hann kemst að því að mamma hans fer á bak við hann með því að hitta ókunnan mann á laun. Myndin hefur hlotið afburðadóma.

Nína Dögg Filiuppsdóttir, leikkona, mun flytja erindi fyrir myndina og einnig verða flutt erindi af einstaklingum sem af eigin raun hafa upplifað fátækt eða félagslega einangrun.

Húsið opnar kl. 19.30 og hefst dagskrá kl. 20.00.
Aðgangseyri er ókeypis og er sýningin öllum opin.

Einnig stendur stýrihópurinn fyrir fundum um fátækt, félagslega einangrun og leiðir til úrbóta. Sá fyrsti var haldinn síðasta föstudag, 4. júní. Nánar um hann hér.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica