2. mars 2006

Erindi um rétt barna og foreldra

Umboðsmaður barna, Ingibjörg Rafnar, mun flytja fyrirlestur um rétt barna og foreldra á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju sunnudagin 5. mars nk.

Vakin er athygli á því að á fræðslumorgnum í Hallgrímskirkju hafa í vetur verið fluttir nokkrir fyrirlestrar um börn og uppeldi sem er framlag kirkjunnar til átaksins Verndum bernskuna.  Á fræðslumorgni næsta sunnudag, 5. mars kl. 10.00 verður enn einn fyrirlestur sem tengist þessu efni. 

Umboðsmaður barna, Ingibjörg Rafnar, mun flytja fyrirlestur um efnið Barnaréttur-foreldraréttur. Í erindi sínu mun Ingibjörg ræða rétt barna gagnvart foreldrum sínum og forráðamönnum og rétt foreldra gagnvart stjórnvöldum.

Aðgangur er öllum opinn án endurgjalds.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica