16. maí 2006

Ekki nóg af grænmeti og ávöxtum !

Ávaxta- og grænmetisneysla 9 og 15 ára barna á Íslandi hefur aukist, en er þó enn með því lægsta sem gerist í Evrópu og er einungis um helmingur þess sem ráðlagt er.

Ávaxta- og grænmetisneysla 9 og 15 ára barna á Íslandi hefur aukist, en er þó enn með því lægsta sem gerist í Evrópu og er einungis um helmingur þess sem ráðlagt er. Þetta er samkvæmt niðurstöðu rannsóknar á mataræði 9 og 15 ára barna og unglinga sem Rannsóknastofa í næringarfræði (RÍN) og Lýðheilsustöð stóðu að, unnin var af RÍN 2003-2004.

Vatnsdrykkja barna og unglinga hefur stóraukist á síðastliðnum áratug – úr u.þ.b 2 dl/dag í 5 dl/dag en hins vegar er neysla á sykruðum gosdrykkjum og öðrum sykruðum drykkjum einnig mjög mikil.

Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins í frétt frá 15.05.2006


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica