22. ágúst 2012

Ekki meir - Ný bók um eineltismál

Út er komin hjá Skólavefnum bókin EKKI MEIR eftir Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing. Eins og titillinn gefur til kynna er bókin hugsuð sem verkfæri í viðleitni til að sporna við einelti.

Út er komin hjá Skólavefnum bókin EKKI MEIR eftir Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing. Eins og titillinn gefur til kynna er bókin hugsuð sem verkfæri í viðleitni til að sporna við einelti, en það hefur farið hátt í almennri umræðu á undanförnum misserum og ekki af góðu. Í bókinni er fjallað um hinar mörgu tegundir forvarna og tengsl þeirra við uppbyggingu jákvæðs staðarbrags í skóla-, íþrótta- og æskulýðsumhver?nu.

Meginhluti bókarinnar fjallar um úrvinnslu eineltismála, viðbrögð og viðbragðsáætlun í eineltismálum. Reynt er að miðla ákveðnu verklagi, hvernig best er að forgangsraða í úrvinnsluferlinu og hvað einkennir fagleg vinnubrögð.

Nánar á www.kolbrunbaldurs.is og á www.skolavefurinn.is.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica