17. apríl 2007

Einmana börn - Fræðslufundur

Samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM heldur fræðslufund um börn og einmanaleika á Grand hóel þriðjudaginn 24. apríl n.k. kl. 8:15 - 10:00.

Samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM heldur fræðslufund um börn og einmanaleika á Grand hótel þriðjudaginn 24. apríl n.k. kl. 8:15 - 10:00.  Yfirskrift fundarins er Einmana börn - líðan íslenskra barna og úrræði.

Á fundinum verða haldin þrjú erindi:

  • Arnar Þorsteinsson, náms og starfsráðgjafi: Einsemd og líðan barna
  • Þórunn Ó. Óskarsdóttir, forstöðum. unglingasmiðjunni Stíg: Félagslega einangraðir unglingar, eru þeir einmana?
  • Ólöf Ásta Farestveit, ráðgjafi í Barnahúsi: Einmana börn og netvinir - úrræði.

Fundarstjóri er Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna. Opnar umræður verða í lok fundar.

Opið á meðan húsrúm leyfir. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica