23. nóvember 2010

Drög að reglugerð um ábyrgð og réttindi nemenda í grunnskólum - Þriðja umsögn

Umboðsmanni barna og ráðgjafarhóp umboðsmanns gáfust kostur á að koma með athugasemdir við endurbætt drög að reglugerð um ábyrgð og réttindi nemenda í grunnskólum með tölvupóstum frá menntamálaráðuneytinu dags. 4. nóvember. Athugasemdir voru sendar ráðuneytinu með pósti dags. 23.nóvember 2010.

Umboðsmanni barna og ráðgjafarhóp umboðsmanns gáfust kostur á að koma með athugasemdir við endurbætt drög að reglugerð um ábyrgð og réttindi nemenda í grunnskólum með tölvupóstum frá menntamálaráðuneytinu dags. 4. nóvember. Athugasemdir voru sendar ráðuneytinu með pósti dags. 23.nóvember 2010.

Athugasemdir frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna 

UB:1011/4.1.1
 
Sæll Guðni
 
Í tölvupósti frá þér 4. nóvember sendir þú endurbætt drög að reglugerð um ábyrgð nemenda.
 
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna ræddi stuttlega drög að reglugerð um ábyrgð nemenda á fundi sínum þann 17. nóvember sl. Ráðgjafarhópurinn hafði áður komið með ábendingar varðandi efni slíkrar reglugerðar og tók umboðsmaður barna tillit til þeirra í fyrstu umsögn sinni.
 
Ráðgjafarhópurinn var ánægður með að tekið hafi verið til fyrri umsagnar og að fleiri ungmenni fengju tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri varðandi efni reglugerðarinnar.
 
Þá gerði ráðgjafarhópurinn eftirfarandi athugasemdir:
 
 Mikilvægt er að kynna reglugerðina fyrir nemendum í skólum. 
     o   Hætta á að reglugerðin muni ekki hafa nægileg áhrif ef hún er ekki kynnt sérstaklega. 
     o   Sérstaklega þarf að kynna hana fyrir nemendum, kennurum og öðrum innan skólans. 
 
Athuga þarf orðalag 15. gr. reglugerðarinnar
     o   Orðalagið “einelti og annað ofbeldi sem á sér stað á leið nemanda til og frá skóla” á væntanlega að vera í fyrstu setningunni. 
     o   Sérstaklega var rætt um mikilvægi þess að skólinn myndi láta sig eineltismál varða, hvort sem þau ættu sér beinlínis stað innan skólans eða ekki. 
 
Ákvæði 8. gr. rætt
     o   Ráðgjafarhópurinn er ánægður með þetta ákvæði og telur mikilvægt að reynt sé að fyrirbyggja einelti. 
     o   Mikilvægt er að það komi fram að slík áætlun skuli vel kynnt.
     o   Margar sögur um það að ekki sé nægilega unnið að forvörnum gegn einelti – mikilvægt að það sé skylda fyrir alla kennara að vinna með einelti t.d. í lífsleikni.
 
Ráðgjafarhópurinn þakkar fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri og vonast til þess að ungmenni verði framvegis höfð með í ráðum við allar stærri ákvarðanir innan menntamálaráðuneytisins.
 
Kveðja,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Athugasemd frá umboðsmanni barna

UB: 1011/4.1.1
Komdu sæll Guðni
 
Í tölvupósti frá þér 4. nóvember sendir þú endurbætt drög að reglugerð um ábyrgð nemenda.
 
Umboðsmaður barna hefur þegar sent tvær umsagnir varðandii efni reglugerðar um ábyrgð nemenda í grunnskólum. Umboðsmaður er ánægður með hversu vel hefur verið brugðist við þeim umsögnum.
 
Umboðsmaður barna vill þó koma ábendingu á framfæri varðandi orðalag 13. gr. reglugerðarinnar. Þar kemur nú fram að að óheimilt sé að meina nemanda þátttöku í félags- og tómstundastarfi vegna agabrota í kennslustundum. Í umsögnum sínum hefur umboðsmaður lagt áherslu á að samræmi ríki á milli þess brots sem nemandi fremur og viðurlaga við brotinu. Þannig ætti að mati umboðsmanns barna einungis að meina nemanda þátttöku í félags- og tómstundastarfi þegar hegðun nemanda getur bitnað á öðrum nemendum eða starfsfólki. Slík viðurlög ættu því t.d. ekki að koma til einungis vegna slæmrar mætingar nemanda. Hins vegar gæti verið ástæða til að takmarka aðgang að einstaka skemmtunum vegna hegðunar í kennslustund, t.d. ef nemandi hefur beitt ofbeldi eða sýnt annars konar ógnandi hegðun.
 
Umboðsmaður barna vill einnig benda á að orðalag í fyrstu málsgrein 15. gr. reglugerðarinnar hefur augljóslega eitthvað skolast til í breytingunum.
 
Kveðja frá skrifstofu umboðsmanns barna,
Margrét María

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica