26. maí 2019

Dagur barnsins er í dag

Í dag er Dagur barnsins og er markmið hans að vekja sérstaka athygli á börnum í samfélaginu, leyfa röddum þeirra að hljóma, koma málefnum barna á framfæri og styrkja samveru barna og fullorðinna.

Í dag er Dagur barnsins og er markmið hans að vekja sérstaka athygli á börnum í samfélaginu, leyfa röddum þeirra að hljóma, koma málefnum barna á framfæri og styrkja samveru barna og fullorðinna. 

Þann 2. október 2007 samþykkti ríkisstjórnin tillögu þáverandi félagsmálaráðherra um að sérstakur dagur yrði helgaður börnum hér á landi. Í þessari tillögu var lagt til að Dagur barnsins yrði síðasti sunnudagur í maí ár hvert en með þeirri undantekningu að beri daginn upp á hvítasunnudag skal Dagur barnsins vera næsti sunnudagur á undan hvítasunnudegi. Þessi tími var meðal annars talinn æskilegur þar sem framundan eru skólalok og upphaf sumarfría. En víða um heim hefur Dagur barnsins verið haldinn hátíðlegur 1. júní ár hvert, fyrst árið 1925. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar frá árinu 1954 helgað 20. nóvember alþjóðlegum degi barna "Universal Children's Day". En 20. nóvember er jafnframt afmælisdagur Barnasáttmálans og er hér á landi helgaður mannréttindum barna. 

Dagur barnsins var fyrst haldinn hátíðlegur hér á landi þann 25. maí 2008.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica