Bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna barnaverndarlaga
Embætti umboðsmanns barna hefur sent bréf á mennta- og barnamálaráðuneytisins eftir að ráðuneytið birti drög að nýjum heildarlögum um barnavernd til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Umboðsmaður barna sendi þann 5. desember sl. bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins varðandi drög að nýjum heildarlögum um barnavernd sem birt voru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Með bréfinu tók umboðsmaður barna undir þær umsagnir sem borist hafa, m.a. frá Landspítalanum, Þroskahjálp og Umhyggju þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við skort á samráði og skamman samráðsfrest.
Ljóst er að um er að ræða yfirgripsmikið frumvarp um mikilvægt málefni sem varðar með beinum hætti grundvallarréttindi barna. Telur umboðsmaður því brýnt að ráðuneytið taki þær athugasemdir til greina sem fram hafa komið um ófullnægjandi samráð áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi.