24. maí 2007

Börn og umhverfi - Námskeið

Rauði krossinn stendur fyrir námskeiðinu Börn og umhverfi fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri. Námskeiðið verður haldið víða um landið í lok maí og fyrri hluta júnímánaðar.

Rauði krossinn stendur fyrir námskeiðinu Börn og umhverfi fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri. Námskeiðið verður haldið víða um landið í lok maí og fyrri hluta júnímánaðar.

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Fjallað er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ítarleg kennsla í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica