Börn og Strætó
Samráðsfundur ráðgjafarhóps umboðsmanns barna, ungmennaráðs UNICEF og Strætó verður haldinn laugardaginn 1. febrúar nk. í Hinu húsinu
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, ungmennaráð UNICEF og Strætó efna til samráðsfundar með kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 1. febrúar næstkomandi kl 13:00-15:30 í Hinu húsinu. Markmið fundarins er að koma á formlegum umræðum á milli barna og ungmenna, Strætó og sveitarstjórnum um umbætur á strætókerfinu með hag barna að leiðarljósi.
Fundurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir börn og ungmenni að eiga í samræðum við stjórnendur Strætó og kjörna fulltrúa sveitarstjórna, og gefa þeim tækifæri á að koma á framfæri sínum hugmyndum um umbætur í strætókerfinu.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, og Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga, munu opna fundinn. Þá verða flutt erindi frá fulltrúum ungmennaráðs UNICEF og ráðgjafarhóp umboðsmanns barna, ásamt kynningu frá starfsfólki Strætó. Í kjölfarið verður farið í hópaskiptar umræður. Þar gefst börnum, ungmennum og forsvarsfólki Strætó tækifæri á að viðra hugmyndir sínar um umbætur á þjónustu Strætó fyrir börn við kjörna fulltrúa sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu.
Fundurinn er eingöngu ætlaður fyrir börn og ungmenni. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir fram á fundinn. Skráning fer fram hér og stendur yfir til 30. janúar 2025.
