24. júní 2010

Börn í umsjá barnaverndaryfirvalda - Ályktun

Á sameiginlegum fundi umboðsmanna barna á Norðurlöndum sem haldinn var í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum var m.a. rætt um réttarstöðu barna sem eru í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Á sameiginlegum fundi umboðsmanna barna á Norðurlöndum sem haldinn var í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum var m.a. rætt um réttarstöðu barna sem eru í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Norrænu umboðsmennirnir hafa allir áhyggjur af takmörkuðum möguleika þessara barna til að njóta fullnægjandi menntunar og að eftirlit skorti með þeim aðilum sem annast börnin. Einnig telja umboðsmennirnir börnin skorta tækifæri til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru og  varða framtíð þeirra og velferð.

Öll börn, þar á meðal börn sem eru í umsjá barnaverndaryfirvalda, eiga að njóta þeirra grundvallarréttinda sem kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mörg þeirra barna sem barnaverndaryfirvöld annast hafa upplifað vanrækslu og ofbeldi og þeir fullorðnu sem  þau hafa þurft að treysta á hafa svikið þau ítrekað. Mjög mikilvægt er að réttindi þessara barna séu tryggð þegar stofnanir á vegum yfirvalda taka við umönnun þeirra og hagsmunir sérhvers barns séu alltaf hafðir að leiðarljósi.

Ályktunina í heild sinni má lesa hér (PDF)


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica