29. apríl 2020

Börn hafa áhyggjur af fyrirhugaðri vinnustöðvun

Umboðsmanni barna hafa borist erindi frá börnum sem eru búsett í þeim sveitarfélögum sem um ræðir, þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða Eflingar. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Þau börn sem hafa haft samband við umboðsmann barna telja vegið að rétti sínum til menntunar og þau hafa einnig áhyggjur af félagslegri einangrun. Ef til vinnustöðvunar kemur er ljóst að það mun bitna með íþyngjandi hætti á börnum í ljósi þeirra skerðinga sem nú þegar hafa orðið á skólahaldi þessa önn.

Embættið hefur brugðist við þessum erindum og sent erindi til Eflingar og Samband íslenskra sveitarfélaga. Í bréfi umboðsmanns barna eru hlutaðeigandi aðilar hvattir til samninga áður en til vinnustöðvunar kemur.  

Uppfært 20. apríl 2020 kl. 08:00

Uppfært 4. maí 2020

Til stendur að ótímabundin vinnustöðvun hjá félagsfólki Eflingar sem starfa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfusi hefjist 5. maí 2020.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica