1. desember 2025

Barnaþing tókst vel

Á þinginu unnu barnaþingsfulltrúar að símasáttmála og ræddu úrbætur í málefnum barna.

Fjórða barnaþing umboðsmanns barna var haldið 21. nóvember síðastliðinn og heppnaðist einstaklega vel. Um 130 börn víðsvegar af landinu sóttu þingið að þessu sinni. Um morguninn unnu börnin að sáttmála um símanotkun og áttu í umræðum á borðum um málefni barna. Eftir hádegi mættu fullorðnir gestir, þar á meðal þingmenn og ráðherrar, og tóku þátt á í umræðum borðunum með börnunum þar sem málefni barna voru í rædd.

Í kjölfarið á umræðunum tóku ráðherrar sér sæti á sviði og svöruðu helstu spurningum barnanna. Það voru Kristrún Forstadóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólamálaráðherra, Alma Möller, heilbrigðisráðherra, Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem sátu fyrir svörum að þessu sinni.

Dagskrá þingsins var brotin upp með leikjum og skemmtiatriðum frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, Gunnari Helgasyni, Línu langsokkur og Dísu og Júlí Heiðar.

Barnathing-20252

Untitled_Artwork-1


Untitled_Artwork-4-

Untitled_Artwork-31-

Untitled_Artwork-26-

Untitled_Artwork-19-

Untitled_Artwork-9-

Untitled_Artwork_1764328815818


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica