17. nóvember 2023

Barnaþing sett í dag

Forseti Íslands setti þriðja barnaþing klukkan níu í morgun. Hátt í 150 börn sækja þingið á aldrinum 11-15 ára víðs vegar að af landinu

Nú fara fram umræður á vinnuborðum en eftir hádegi mæta fullorðnir boðsgestir meðal annarra þingmenn og ráðherrar, til að taka þátt í áframhaldandi umræðu um þau umfjöllunarefni sem börnin hafa valið.

Eftir hádegi verða skemmtiatriði, meðal annars úr leikritinu Fíusól sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í byrjun desember. Barnaþingi lýkur með Herra Hnetusmjör en barnaþingmenn völdu hann sérstaklega til að koma á þingið.

Nánari upplýsingar veitir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í síma 6935119.

Ljósmyndir: BIG

Barnathing02

Barnathing03

Barnathing01


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica