20. nóvember 2025

Barnaþing og mannréttindadagur barna

Um 140 börn eru skráð á þingið sem hófst í dag með heimsókn á Alþingi

Barnaþing hófst í dag, á degi mannréttinda barna, þegar barnaþingsfulltrúar heimsóttu Alþingi. Fjölbreyttur hópur barna á aldrinum 11-15 ára sækja þingið allstaðar af landinu. Þau hafa nú þegar tekið þátt í tveimur undirbúningsfundum fyrir viðburðinn. Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hefur á undanförnum vikum komið að skipulagi og vitundarvakningu um þingið með þátttöku í allskyns verkefnum. 
Hópurinn hittist á skrifstofu umboðsmanns barna til þess að undirbúa kynningu um ráðið á barnaþingi. Þórey og Sigtryggur tóku þátt í verkefni með RÚV. Þau tóku viðtal við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Höllu Tómasdóttur forseta Íslands sem sýnt verður í kvöld í Kastljósi klukkan 19:45.Agla og Stef fóru í viðtal með Salvöru umboðsmanni barna á Rás 1 og ræddu um barnaþingið.
585500654_1318192537008175_1348049767556609947_n

587626074_1318192533674842_3528369778530063692_n


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica