13. nóvember 2009

Barnasáttmálinn 20 ára - dagskrá afmælisviku

Barnasáttmálinn verður 20 ára þann 20. nóvember. Af því tilefni hafa ungmennaráð umboðsmanns barna, Unicef og Barnaheilla fundað og ákveðið að halda upp á afmælisvikuna 15. til 20. nóvember. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg.

Barnasáttmálinn verður 20 ára þann 20. nóvember. Af því tilefni hafa ungmennaráð umboðsmanns barna, Unicef og Barnaheilla fundað og ákveðið að halda upp á afmælisvikuna 15. til 20. nóvember.

Dagskrá afmælisvikunnar:

• Sunnudagurinn 15. nóvember
Í Kringlunni verða meðlimir ungmennaráðanna með kröfuskilti um réttindi barna milli kl. 14 og 16. Þeir munu kynna Barnasáttmálann fyrir gesti Kringlunnar og dreifa bæklingum um Barnasáttmálann.

• Mánudagurinn 16. nóvember
Allir Alþingismenn fá gjöf frá ungmennaráðunum í tilefni af afmæli Barnasáttmálans með handskrifuðu og skreyttu korti. Um er að ræða upplýsingabækling um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er ætlað að auðvelda þingmönnum að kynna sér þennan mikilvæga mannréttindasamning. 

• Þriðjudagurinn 17. nóvember
Fulltrúar úr ungmennaráðunum mæta á fund allsherjarnefndar Alþingis og ræða við þingmenn um þátttöku barna og hvernig börn og unglingar geta haft aukin áhrif í samfélaginu

• Miðvikudagurinn 18. nóvember
Hetjur í Smáralindinni milli 17 og 19: Fulltrúar úr ungmennaráðum verða með skikkjur og grímur og bjóða öllum sem vilja að styðja sérstaka yfirlýsingu ungmennaráðanna. Teknar verða myndir af „hetjum barnanna”, þ.e. stuðningsaðilum í skikkjum.

• Fimmtudagurinn 19. nóvember
 Yfirlýsing ungmennaráðanna, ásamt myndum af hetjum barnanna, afhentar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra kl. 15.

• Föstudagurinn 20. nóvember
Afmælishátíð verður haldin í Snælandsskóla kl. 14.
Öll nemendaráð eru sérstaklega hvött til þess að halda upp á afmælið í sínum skóla.
Barna- og unglinga Kastljós á RUV.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica